Sjálfsvörn - Heimildarmynd

Heimildarmynd um systkinin Immu Helgu og Jón Viðar sem kenna óhefðbunda aðferðarfræði fyrir sjálfsvörn kvenna.

Heimildarmyndin Sjálfsvörn er eitt mest krefjandi verkefni sem ég hef leikstýrt í heimildarmyndagerð. Markmið mitt var að skapa einfalda og beina mynd sem miðlar þeirri hugmynd að allir geti lært að verja sig. Með þessu fylgir einnig sú dýpri innsýn að iðkun sjálfsvarnar getur aukið sjálfsvirðingu, sem aftur styrkir einstaklinginn til að takast á við fjölbreyttar félagslegar áskoranir og þannig stuðlað að jákvæðum áhrifum á samfélagið í heild sinni.

Sagan er sögð í gegnum systkinin Immu Helgu og Jón Viðar, með sérstakri áherslu á Immu Helgu sem stendur í forgrunni verksins. Í gegnum hennar sögu fáum við að sjá jákvæðar og áhrifaríkar birtingarmyndir þess hvernig hægt er að horfast í augu við og sigrast á eigin ótta.